Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar er í ferjuhúsinu að Ferjuleiru 1 og er hún opin frá kl. 08:00 – 16:00 alla virka daga frá 1. maí til 30. september.   Frá 1. október – 30 apríl er miðstöðin opin alla virka daga frá 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 nema þegar Norræna siglir til og frá Seyðisfirði í mars, apríl og október en þá er miðstöðin opin frá kl. 08:00 – 12:00 á þriðjudögum og frá kl. 13:00 – 16:00 á miðvikudögum. Miðstöðin er einnig opin þann tíma sem skemmtiferðaskip liggur að höfn, hægt er að sjá lista yfir skipakomur hér.

Í upplýsingamiðstöðinni er hægt að fá ferðabæklinga af öllu landinu, götu- og göngukort, frímerki, póstkort, ofl. Í ferjuhúsinu eru salerni, frí þráðlaus nettenging fyrir gesti, minjagripaverslun og kaffitería sem er opin við komu og brottfarir skipa og ferja. Ferjuhúsið nýtist einnig sem biðstöð fyrir farþega Norrænu og rútufarþega Ferðaþjónustu Austurlands.

icon-home-gratt Upplýsingaþjónusta ferðamanna | Ferjuleira 1 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 472-1551

icon-mail_gratt info@sfk.is