Tónleikaröðin Bláa kirkjan

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan.
Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum í júlí og fram í ágúst. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín. Flytjendur eru alla jafna tónlistarfólk í fremstu röð.
Seyðisfjarðarkirkja þykir gott tónleikahús og láta flytjendur vel af því. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Kirkjan getur tekið allt að 300 manns í sæti. Tónleikagestir eru bæði heimamenn og Austfirðingar sem og erlendir ferðamenn.

Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Miðar eru seldir við innganginn.

Dagskrá 2017

  1. júlí     Camerarctica Leikandi og leifrandi sumartríó.

Efnisskráin samanstendur af litríkum verkum fyrir klarinettu, fiðlu og píanó þar sem heyra má ólík stílbrigði tónlistar millistríðsáranna, m.a áhrif frá franskri kaffihúsa- og götutónlist, jazzi, armenskum þjóðlögum, argentískri tangótónlist og klezmer. Tríó Camerarctica skipa Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari.

 

  1. júlí     Icewegian Sjóðheitur íslensk-norskur jazz.

Icewegian er íslensk-norsk hljómsveit sem hefur starfað  fimm ár. Meðlimir eru Íslendingarnir Sigurður Flosason á saxófón og Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar ásamt með Norðmönnunum Per Mathisen á bassa og Rolv-Olav Eide á tommur. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist.

 

  1. júlí     Sigrún Magna Þorsteinsdóttir Konurnar og orgelið.

Orgeltónlist kvenna í ýmsum stílum, frá ýmsum tímabilum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn en líka gáskafull, dansandi og dramatísk.

 

  1. júlí     Þóra Einarsdóttir, Björn Ingibergsson og Svanur Vilbergsson – Óður til tónlistarinnar. Klassísk sönglög við gítarundirleik.

Á tónleikunum verða flutt þekkt sönglög eftir Schubert, Händel og fleiri við klassískan gítarundirleik. Flytjendur eru Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Ingibergsson tenór og Svanur Vilbergsson gítar.

 

  1. ágúst    Duo Atlantica Mitt er þitt.

Á tónleikunum „Mitt er þitt“ munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópransöngkona og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui flytja þjóðlög frá Íslandi, Bretlandseyjum og Spáni, þar á meðal á basknesku, valensíanó, kastilísku og ladínó.

 

 

  1. ágúst   Einar Bragi og Jón Hilmar ásamt hljómsveit Heimabrugg.

Gítarleikarinn Jón Hilmar og saxófónleikarinn Einar Bragi ásamt hljómsveit leika sína eigin heimabrugguðu tónlist ásamt því að leika nokkur af uppáhalds lögunum sínum.  Fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar þar sem austfirskur tónlistarandi svífur yfir Bláu Kirkjunni.

icon-home-gratt Bláa kirkjan | Hafnargata 44 | 710 Seyðisfjörður | KORT

icon-phone_gratt 470-3861 | 895-7966

icon-mail_gratt blaakirkjan@blaakirkjan.is

arrow_website-gratt Vefsíða

Við erum á:

facebook